Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að afkoma bankans á fyrsta ársfjórðungi 2008 sé mjög góð, ekki síst í ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

„Grunntekjur samstæðunar hafa aukist um 27% miðað við fyrsta ársfjórðung 2007 og arðsemi eigin fjár var tæplega 44% á ársfjórðungnum. Bankinn nýtur nú góðs af þeim aðgerðum sem hann hefur gripið til á árunum 2006 og 2007 við endurskipulagningu á fjármögnunargrunni sínum.

Útlánasafn Landsbankans er traust og eins og áður hefur komið fram er bankinn ekki með neinar áhættuskuldbindingar sem tengjast skuldabréfavafningum, s.s. CDOs, SIVs osfrv. Þá hefur CAD hlutfall bankans haldist áfram sterkt og er nú 11%. Þessir þættir styrkja Landsbankann við þær sérstöku aðstæður sem nú eru til staðar á alþjóðlegum mörkuðum,“ segir Sigurjón í tilkynningu frá bankanum.