Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er kominn til starfa hjá Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefur tekið að sér stundakennslu við tækni- og verkfræðideild háskólans.

Sigurjón er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands en að sögn Gunnars Guðna Tómassonar, forseta tækni og verkfræðideildar HR, mun Sigurjón kenna inngangsnámsskeið á sviði fjármálaverkfræði. Námskeiðið er kennt á 1. ári í BS námi.

Að sögn Gunnars ræður deildin árlega mikinn fjölda manna úr atvinnulífinu til stundakennslu.