Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að Íslendingar eigi að nýta sér hátt heimsmarkaðsverð á orku og selja hana úr landi. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sigurjón segir orkusölu vænlegasta kostinn nú til að sporna gegn frekari samdrætti hér á landi. Mikil tækifæri séu til staðar ef Íslendingar nái að selja orku á svipuðu verði og heimsmarkaðsverð hennar er nú.