„Ég er alsaklaus af þessu,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastóri Landsbankans, þegar ákæra var þingfest gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, lýsti lika yfir sakleysi sinu.

Málið snýst um að þau Elín og Sigurjón hafi gerst sek um umboðssvik með því að heimila að Landsbanki Íslands gengist í ábyrgð fyrir aflandsfélög sem var í eigu bankans. Með því hafi þau brotið lánareglur bankans.

Þetta var ekki eina málið sem var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og viðkemur Sigurjóni og Elínu því fyrirtaka fór fram í stóru markaðsmisnotkunar- og umboðssvikamáli gegn þeim í morgun. Það mál var þingfest fyrir tæpu ári.