Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, fær ekki afhentan viðbótarlífeyrissparnað sinn og skuldabréf sem hann keypti fyrir andvirði hans. Hann tapaði dómsmáli um sparnaðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Frá þessu er greint á fréttavefnum vísir.is. Sem kunnugt er stofnaði Sigurjón sérstakan lífeyrissparnað sem notaður var til í fjárfestingar í nafni Sigurjóns.

Slitastjórn Landsbankans hefur viljað leysa sparnaðinn upp að kröfu Fjármálaeftirlitsins, sem taldi fyrirkomulagið ólöglegt. Sigurjón fékk hins vegar lögbann á aðgerðirnar.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Landsbankanum hafi verið heimilt að segja upp samningnum um lífeyrissparnaðinn og tók þar með undir sjónarmið bæði bankans og Fjármálaeftirlitsins. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar strax í dag