Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur samið við Bókaútgáfuna Veröld um gerð sjónarpsþáttaraðar sem byggð verður á glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur. Gert er ráð fyrir að þættirnir verði á ensku með erlendum jafnt sem íslenskum leikurum en stefnt er á að tökur fari fram á Íslandi

Danski leikstjórinn Kathrine Windfeld mun leikstýra þáttunum en hún hefur meðal annars leikstýrt þáttum í þáttaröðunum Broen og Forbrydelsen. Í tilkynningu til fjölmiðla segir að meðframleiðandi verði Peter Nadermann, einn framleiðenda sjónvarpsþáttaráðanna Broen, Forbrydelsen og kvikmyndum gerðum eftir bókum Stiegs Larson.

Handrit fyrstu þáttanna liggja þegar fyrir og að Sveinbjörn I. Baldvinsson hafi unnið að gerð þeirra í samstarfi við Sigurjón.