Um næstu áramót munu tímaritin Ísafold og Nýtt líf sameinast undir nafni Nýs Lífs. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir lætur af starfi ritstjóra Nýs lífs. að eigin ósk og þakkar Birtingur henni fyrir hennar störf undanfarin ár.

Í tilkynningu frá Birtingi segir að við ritstjórn hins sameinaða tímarits taki Ásta Andrésdóttir, sem verið hefur aðstoðarritstjóri Nýs Lífs og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem hefur verið ritstjórnarfulltrúi Ísafoldar. Hið nýja blað mun nýta sterkustu hliða Ísafoldar og Nýs Lífs til þess að gefa út glæsilegasta tímarit landsins. Á næsta ári munu 16 tölublöð koma út.

Sigurjón Magnús Egilsson hefur verið ráðinn ritstjóri tímaritsins Mannlífs frá og með áramótum. Hann lætur af störfum sem ritstjóri DV í dag. Sigurjón hefur gríðarmikla reynslu sem blaðamaður og ritstjóri og væntir Birtingur mikils af honum í ritstjórastóli Mannlífs.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Ísafoldar, lætur af því starfi og hefur verið ráðinn ritstjóri DV við hlið Reynis Traustasonar. Jón Trausti þekkir innviði DV ákaflega vel og munu kraftar hans nýtast til að nýta þann vind sem kominn er í segl DV.

Þórarinn Þórarinsson, núverandi ritstjóri Mannlífs, verður ritstjóri dv.is.  Vefurinn var fljótur að komast inn á topp tíu lista yfir mest sóttu vefi landsins og markmið Þórarins er að gera enn betur.