*

laugardagur, 24. júlí 2021
Fólk 21. júlí 2020 10:16

Sigurjón nýr markaðsstjóri BL

Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn Markaðsstjóri BL.

Ritstjórn
Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn Markaðsstjóri BL.

Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn Markaðsstjóri BL. Sigurjón kemur frá Sjóvá þar sem hann hefur stýrt markaðs- og kynningarmálum frá árinu 2008.

Sigurjón Andrésson:

„Ég er geysilega spenntur fyrir nýjum áskorunum. BL er glæsilegt fyrirtæki í bransa sem ég hef mikla ástríðu fyrir. Það er spennandi tími fram undan á bílamarkaðnum og miklar breytingar og þróun í farvatninu. Ég hlakka til að kynnast starfseminni betur og taka þátt í að veita viðskiptavinum BL áfram framúrskarandi þjónustu.“

Erna Gísladóttir forstjóri BL:

„Við erum spennt fyrir því að fá Sigurjón í okkar góða teymi. Hann kemur inn í framkvæmdastjórn félagsins með dýrmæta reynslu sem ég er viss um að á eftir að nýtast okkur vel.“

Sigurjón er í grunninn iðnmenntaður en er einnig með diplómanám i mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, Black Belt gráðu í Six Sigma verkefnastjórnun frá Juran Institude í Bandaríkjunum og meistaragráðu í viðskiptafræði MBA, frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigurjón býr ásamt fjölskyldu sinni í Hvítholti í Flóahreppi. Eiginkona Sigurjóns er Margrét Sara Guðjónsdóttur kennari við Menntaskólann í Reykjavík og eiga þau tvær dætur.

BL er er stærsta bílaumboð á Íslandi með umboð fyrir ellefu bílategundir en hjá félaginu starfa um 220 manns.