Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn Markaðsstjóri BL. Sigurjón kemur frá Sjóvá þar sem hann hefur stýrt markaðs- og kynningarmálum frá árinu 2008.

Sigurjón Andrésson:

„Ég er geysilega spenntur fyrir nýjum áskorunum. BL er glæsilegt fyrirtæki í bransa sem ég hef mikla ástríðu fyrir. Það er spennandi tími fram undan á bílamarkaðnum og miklar breytingar og þróun í farvatninu. Ég hlakka til að kynnast starfseminni betur og taka þátt í að veita viðskiptavinum BL áfram framúrskarandi þjónustu.“

Erna Gísladóttir forstjóri BL:

„Við erum spennt fyrir því að fá Sigurjón í okkar góða teymi. Hann kemur inn í framkvæmdastjórn félagsins með dýrmæta reynslu sem ég er viss um að á eftir að nýtast okkur vel.“

Sigurjón er í grunninn iðnmenntaður en er einnig með diplómanám i mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, Black Belt gráðu í Six Sigma verkefnastjórnun frá Juran Institude í Bandaríkjunum og meistaragráðu í viðskiptafræði MBA, frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigurjón býr ásamt fjölskyldu sinni í Hvítholti í Flóahreppi. Eiginkona Sigurjóns er Margrét Sara Guðjónsdóttur kennari við Menntaskólann í Reykjavík og eiga þau tvær dætur.

BL er er stærsta bílaumboð á Íslandi með umboð fyrir ellefu bílategundir en hjá félaginu starfa um 220 manns.