Þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri gamla Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs gamla Landsbankans, eru ákærð fyrir umboðssvik upp á 13,6 milljarða króna. Fréttastofa RÚV segir umboðssvikin felast í því að þau heimiluðu að gamli Landsbankinn gengi í ábyrgð fyrir láni Kaupþigns til tveggja félaga sem skráð voru í skattaskjólinu Panama í tengslum við kaupréttarsamninga starfsmanna.

Fram kom í gær að þetta er önnur ákæran sem gefin hefur verið út á hendur þeim Sigurjóni og Elínu.

Málið á hendur þeim verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar.