Í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku talaði Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, um að Sigurjón Pálsson hafi orðið fyrir ósanngjörnum og persónulegum árásum af hálfu Morgunblaðsins vegna málefna Haga.

Finnur segir að ekki sé rétt að nafngreina sérfræðing bankans vegna starfsemi á stjórnun Haga og að Sigurjón sé einungis varamaður í stjórn fyrirtækisins.

Fjórir af fimm stjórnarmönnum Haga eru óháðir stjórnarmenn. Finnur nefnir ekki að Sigurjón er stjórnarformaður eignarhaldsfélags Haga, 1998 ehf. Ítök Sigurjóns eru því til staðar þótt hann sé einungis varamaður í stjórn Haga.