*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 23. maí 2013 07:43

Sigurjón segir stefnuna hafa verið birta röngum manni

Sigurjón Þ. Árnason segist ekkert kannast við þann mann sem stefna slitastjórnar Landsbankans gegn honum var birt.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, heldur því fram að krafa slitastjórnar bankans a hendur sér sé fyrnd þar sem stefna í málinu hafi ekki verið birt honum með réttum hætti áður en firningarfrestur rann út, að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins.

„[S]tefna máls þessa er sögð hafa verið birt á heimili stefnda klukkan 21.18 að kvöldi föstudagsins 5. október 2012 fyrir einhverjum Gunnari Birkissyni, sem er sagður hafa verið staddur þar. Stefndi kannast ekkert við þennan Gunnar Birkisson," segir í greinargerð Sigurjóns í málinu.

Svo segir í greinargerð Sigurjóns Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í máli slitastjórnar bankans gegn honum og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum, .

Í málinu er Sigurjóni stefnt ásamt Steinþóri Gunnarssyni og Yngva Erni Kristinssyni til að greiða þrotabúi Landsbankans 1,2 milljarða vegna kaupa bankans á bréfum í bankanum sjálfum, Eimskipum og Straumi frá nóvember 2007 og fram í júlí 2008.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, byggir meðal annars á því í greinargerð sinni vegna málsins að krafan sé í raun fyrnd, enda hafi stefnan ekki verið birt Sigurjóni með lögmætum hætti síðasta haust.

Fram kemur á birtingarvottorði stefnunnar að áðurnefndur Gunnar Birkisson hafi tekið við stefnunni á heimili Sigurjóns að Granaskjóli.

Sigurjón kveðst sem áður segir ekki kannast við manninn, sem hafi auk þess ekki haft samband við sig til að koma á hann stefnunni.