Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, heldur því fram að krafa slitastjórnar bankans a hendur sér sé fyrnd þar sem stefna í málinu hafi ekki verið birt honum með réttum hætti áður en firningarfrestur rann út, að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins .

„[S]tefna máls þessa er sögð hafa verið birt á heimili stefnda klukkan 21.18 að kvöldi föstudagsins 5. október 2012 fyrir einhverjum Gunnari Birkissyni, sem er sagður hafa verið staddur þar. Stefndi kannast ekkert við þennan Gunnar Birkisson," segir í greinargerð Sigurjóns í málinu.

Svo segir í greinargerð Sigurjóns Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í máli slitastjórnar bankans gegn honum og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum, .

Í málinu er Sigurjóni stefnt ásamt Steinþóri Gunnarssyni og Yngva Erni Kristinssyni til að greiða þrotabúi Landsbankans 1,2 milljarða vegna kaupa bankans á bréfum í bankanum sjálfum, Eimskipum og Straumi frá nóvember 2007 og fram í júlí 2008.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, byggir meðal annars á því í greinargerð sinni vegna málsins að krafan sé í raun fyrnd, enda hafi stefnan ekki verið birt Sigurjóni með lögmætum hætti síðasta haust.

Fram kemur á birtingarvottorði stefnunnar að áðurnefndur Gunnar Birkisson hafi tekið við stefnunni á heimili Sigurjóns að Granaskjóli.

Sigurjón kveðst sem áður segir ekki kannast við manninn, sem hafi auk þess ekki haft samband við sig til að koma á hann stefnunni.