Sigurjón Steinsson
Sigurjón Steinsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sigurjón Steinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Hlöllabátum yfir verkefninu Minigarðinum, sem munu opna tvo 9 holu minigolfvelli, veitingastað, sportbar og kokteilabar í Reykjavík sem mun hýsa 500 manns undir vörumerkinu Minigarðinum.

Sigurjón hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Sjóbaðana á Húsavík (GeoSea), rekstrarstjóri hjá Kilroy Iceland og þar áður hjá Landsbankanum. Hann er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.

„Minigarðurinn er ótrúlega spennandi verkefni sem ég er verulega þakklátur fyrir að fá að taka þátt í,“ er haft eftir Sigurjóni í fréttatilkynningu. „Ég veit að við erum með eitthvað algjörlega einstakt í höndunum og er ekki verra að taka þátt í þessu verkefni með reynsluboltunum og þá eigendunum Sigmari Vilhjálmssyni og Óla Val Steindórssyni.“

Minigarðurinn er 1900m2 staður með tvo minigolfvelli, 350 manna veitingastað, sportbar og kokteilabar. Stefnt er að því að opna staðinn í sumar.