Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings banka, keypti í bankanum fyrir um 786 milljónir króna í gær, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Um er að ræða 1.000.000 hluti á genginu 77,295 sænskar krónur (785,86 íslenskar krónur).

Í gær var tilkynnt um að hlutafjárútboði Kaupþings banka til erlendra fjárfesta væri lokið. Útboðsgengið var 750 krónur á hlut.

Sigurður Einarsson á 7.368.423 hluti í bankanum eftir viðskiptin og á kauprétt að 1.624.000 hlutum í bankanum.