Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, segir í samtali við Times í dag að slæmir orðrómar um bankann valdi forsvarsmönnum hans áhyggjum: „Kaupþing hefur og mun stýra sínum rekstri með ábyrgum hætti,” segir hann.

„Við höfum auðvitað áhyggjur af þeim vondu orðrómum sem heyrast um bankann sem og óábyrgri æsifréttamennsku."

Sigurður segir lánasafn bankans sterkt og vel dreift. „Um 70% okkar starfsemi er utan Íslands. Við förum fram á að fólk líti á staðreyndirnar, ekki orðrómana.”