Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings[ KAUP ], segir í samtali við sænska blaðið Dagens Industri að augljóst sé að skuldatryggingamarkaðurinn sé verulega skekktur af ákveðnum aðilum.

Sem kunnugt er hefur skuldatryggingaálag íslensku bankanna farið upp í hæstu hæðir á undanförnum vikum og mánuðum. Sigurður nefnir til sögunnar vogunarsjóðina Trafalgar og Arco Capital í þessu samhengi.

Sigurður segist vonast til að ástandið verði fært til betri vegar með fundum við sérfræðinga út í heimi: „Skuldatryggingaálagið mun nú væntanlega lækka aftur niður á eðlilegt stig, og þar með munu þessir ákveðnu vogunarsjóðir tapa talsverðum fjárhæðum.