Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ráðið Sigurð Erlingsson sem framkvæmdastjóra sjóðsins.

Sigurður er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Andrews University í Bandaríkjunum (1994), löggiltur verðbréfamiðlari (1998), með M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál (2003) og MBA frá Háskólanum í Reykjavík (2010).

Sigurður starfaði hjá Landsbanka Íslands hf. frá 2000-2008, fyrst sem sérfræðingur í greiningardeild og síðar sem forstöðumaður á alþjóðasviði bankans.

Frá 2008 starfaði Sigurður sem verkefnastjóri og sérfræðingur í fjárhagslegri endurskipulagningu stærri fyrirtækja hjá NBI hf. Fyrir þann tíma starfaði Sigurður sem millistjórnandi á fjármálasviðum nokkurra fyrirtækja.

Sigurður hefur verið stundakennari við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og við Stjórnendaskóla HR frá 2001.

Sigurður er giftur Nönnu Guðnýju Sigurðardóttur sjúkraþjálfara og saman eiga þau einn son.  Sigurður mun hefja störf hjá Íbúðalánasjóði á næstu dögum.