Sigurður G. Guðjónsson hrl. hefur ekki verið kallaður til vegna yfirheyrslna hjá embætti sérstaks saksóknara, eins og fram kom í fréttum RÚV fyrr í dag.

Í samtali við Viðskiptablaðið sagði Sigurður að hann hafi átt erindi við embættið vegna annarra mála. Hann hafi gengið úr húsinu í þar sem ljósmyndarar og myndatökumenn biðu fyrir utan.

„Ég hef ekki komið að neinum málum er þessum rannsóknum og aðgerðum tengjast í dag. Þegar ég fór inn í húsið, fyrr í dag, var enginn fyrir utan en þegar ég kom út var allt fullt af ljósmyndurum og myndatökumönnum. En ég tengdist þessu ekkert."