Sigurður G. Guðjónsson hefur, ásamt Bjarna Ákasyni forstjóra Öflunar, keypt útvarpsstöðvarnar Kiss FM og XFM af útgáfufélaginu Ári og degi og Símanum. Sigurður er sem kunnugt er stjórnarformaður Árs og dags, útgáfufélags Blaðsins. Sigurður segir í samtali við Viðskiptablaðið að hér sé um góða fjárfestingu að ræða. "Það er alltaf gott að eiga útvarpstíðni," segir Sigurður í samtali við blaðið. Hann vill ekki gefa upp kaupverð stöðvanna og aðspurður um áform sín segir hann að ætlunin sé að reka stöðvarnar áfram í óbreyttri mynd.