Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður er nýráðinn framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Grettis, en hann staðfesti fréttina í samtali við Viðskiptablaðið í gær.

Sigurður tók við framkvæmdastjórastöðunni í kjölfar hluthafafundar sem haldinn var í síðustu viku. Við sama tækifæri gekk Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson úr stjórn félagsins en Hróbjartur Jónatansson kom inn í hans stað.

Aðrir stjórnarmenn Grettis eru Tómas Hansson, framvæmdastjóri hjá Novator, Ársæll Hafsteinsson og Guðmundur Davíðsson, báðir hjá Landsbankanum. Stjórnarformaður er Jón Kristjánsson. Grettir er sem kunnugt er stærsti hluthafinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka með 15,87% hlut.