Óhætt er að segja að Flugleiðir og þá sérstaklega dótturfélag þeirra Icelandair hafi verið í sviðsljósinu að undanförnu. Á föstudaginn greindi félagið frá því að það hygðist hefja beint áhætlunarflug til San Fransisco og opna þannig nýjan heimshluta og stórauka möguleika íslenskrar ferðaþjónustu. Óhætt er að segja að þetta sé tímamótaákvörðun fyrir félagið og til að ræða þetta kemur Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í viðskiptaþáttinn í dag.

Mjólk og tryggingar í einum pakka ? kannski ekki alveg en það vakti athygli þegar vátryggingafélagið Vörður opnaði söluskrifstofu í Hagkaupum Í Smáralind. Sigurður Sveinsson útibússtjóri Varðar verður gestur Viðskiptaþáttarins á eftir.

Olían heldur áfram að hækka þvert ofan í allar spár og sérfræðingur okkar á olíumörkuðum, Magnús Ásgeirsson innkaupastjóri eldsneytis verður á línunni í lok þáttarins og segir okkur nýjustu tíðindi af mörkuðunum.

Viðskiptaþátturinn er á Útvarpi Sögu (99,4) á milli kl. 16 og 17 á daginn og er endurfluttur kl. 01 eftir miðnætti.