Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, var kosinn í stjórn Finnair Group, móðurfélags Finnair, á aðalfundi félagsins sem lauk fyrir skömmu. Aðeins einn listi var í boði og var hann lagður fram af fulltrúa finnska ríkisins sem fer með 56% hlutafjár. Ekki er litið svo á að einstakir stjórnarmenn séu fulltrúar tiltekinna hluthafa en átta manns sitja í stjórn félagsins.

Fyrir fundinn hafði Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, tilkynnt framboð en eftir að samkomulag náðist við finnska ríkið dró hann framboð sitt til baka og Sigurður Helgason sest í stjórnina. Samkæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins var Hannes ekki á aðalfundinum.