Sigurjón Norberg Kjærnesteð var kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á 36. sambandsþingi SUF um síðustu helgi.

Sigurjón er 24 ára meistaranemi í vélaverkfræði á sviði jarðvarmaorku við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig stundað eðlisfræðinám við HÍ og The University of British Columbia í Kanada.

Hann situr í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík og er nýkjörinn til setu í nefnd sem mun taka innra starf flokksins til endurskoðunar.

,,Nú er að hitta og tala við mikið af góðu fólku næstu daga. Það eru mörg brýn mál í samfélaginu sem þurfa miklu meiri athygli. Við í SUF erum samviska flokksins og eigum að vera til fyrirmyndar í vinnubrögðum. Við þurfum að efla FUF félögin og samstarf þeirra um allt land og sýna ungu fólki að fátt sé skemmtilegra en að hitta hresst ungt framsóknarfólk, og sýna fram á að þau geti haft raunveruleg áhrif með þátttöku sinni í stjórnmálastarfi sem snýst um skynsemi og lausnir,” segir Sigurjón í tilkynningu til fjölmiðla.