Sigurður Sigurðarson, hefur verið ráðin til starfa sem verkefnisstjóri Markaðsskrifstofu Vestfjarða. Sigurður er markaðsfræðingur frá Norges Markedshögskole og hefur víðtæka reynslu á sviði markaðs-, rekstrar- og fjármála, jafnt af rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu og iðnaði auk þess að hafa starfað sem ráðgjafi. Sigurður hefur einnig komið að gerð sjónvarpsþátta um ferðamál auk útgáfu ferðatímarita.

Sigurður kemur nú þegar til starfa og hans fyrsta verkefni er að koma að lokaundirbúningi Vest Norden ferðakaupstefnunnar sem hefst í Kaupmannahöfn í næstu viku. Sigurður mun fyrst um sinn hafa aðsetur á skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Stofnendur Markaðsskrifstofu Vestfjarða vænta mikils af störfum Sigurðar og þeirrar reynslu sem hann hefur yfir að ráða, til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu markaðmála ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Að markaðsskrifstofu Vestfjarða standa sveitarfélög á Vestfjörðum,

Fjórðungssamband Vestfirðinga, Ferðamálasamtök Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.