Sigurður Smári Gylfason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Icebank. Sigurður Smári var stofnandi og framkvæmdastjóri Behrens fyrirtækjaráðgjafar hf. frá árinu 2003 en Icebank keypti Behrens fyrr á þessu ári. Sigurður Smári var framkvæmdastjóri Íslenska hugbúnaðarsjóðsins á árunum 1997 til 2003 og starfaði þar áður sem fjárfestingastjóri hjá Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum. Sigurður Smári er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icebank.

Samkomulag hefur orðið um að Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Icebank, og Hafdís Karlsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icebank, láti af störfum hjá bankanum. Forstöðumenn deilda rekstrarsviðs munu heyra beint undir Agnar Hansson, bankastjóra Icebank.