*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 7. júní 2017 15:45

Sigurvin Ólafsson orðinn ritstjóri DV

Fyrrum knattspyrnumaðurinn færir sig úr stöðu framkvæmdastjóra blaðsins í ritstjórastólinn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigurvin Ólafsson hefur tekið við sem ritstjóri DV og mun taka mun stýra blaðinu við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Þetta fram í frétt Vísis.

Sigurvin sem er lögfræðingur að mennt er margfaldur Íslandsmeistari í fótbolta með bæði ÍBV og FH, hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri DV en söðlar nú um og sest í ritstjórastólinn.

DV sem kemur út einu sinni í viku hefur á að skipa 12 manna ritstjórn sem er stýrt af þeim Sigurvin og Kolbrúnu auk þess sem Kristjón Kormákur Guðjónsson stýrir vefsíðu blaðsins.

Stikkorð: DV ritstjóri mannabreytingar