Á landnámsbæ sem til stendur að reisa í Mosfellsbæ verður veitingastaður þar sem fólk getur komið á kvöldin og snætt. „Við munum eingöngu nota það hráefni sem bauðst á víkingaöld þó að réttirnir verði kannski framreiddir á aðeins nútímalegri hátt,“ segir Kristbjörn Helgi.

„Það má nefna síld marineraða í skyri, hvalkjöt kryddað með blóðbergi, reykta önd, lambakjöt og kjötsúpu með bankabyggi og laukum. Þú átt að upplifa þig þannig að þú sitjir við hliðina á Agli Skallagrímssyni við matarborðið en hann eyddi einmitt sínum síðustu árum í Mosfellsdalnum,“ bætir Kristbjörn við.