Gengi bréfa hjá 14 af 22 félögum á aðalmarkaði lækkaði á rauðum degi í Kauphöllinni í dag. OMXI10 vísitalan lækkaði um rúmlega eitt prósent í viðskiptum dagins og stendur í 2712 stigum.

Þá lækkaði gengi bréfa Reita mest allra, um 3,14% í 130 milljón króna viðskiptum. Eimskip lækkaði einnig umfram þremur prósentum í 180 milljón króna veltu.

Gengi fjögurra félaga hækkaði í viðskiptum dagsins. Þar af hækkaði Síldarvinnslan um 4% í 60 milljón króna viðskiptum og Síminn um 1,8% í 220 milljón króna viðskiptum.

Velta á aðalmarkaði nam 3,6 milljörðum króna. Mest velta var með bréf Arion banka, en viðskipti með bréfin námu 650 milljónum króna. Næst mest var veltan með bréf í Íslandsbanka, en viðskipti með bréf í bankanum nam tæplega hálfum milljarði króna.