(SKIP.IS) Síldarvinnslan er nú komin með öll tilskilin leyfi til þess að hrinda í framkvæmd byggingu fiskmjölsverksmiðju á Hjaltlandi. Sl. föstudag var samþykkt í undirnefnd á vegum Hjaltlandsráðsins að heimila félaginu að leggja 200 metra landa inntaksleiðslu fyrir sjó og um 1000 metra langa leiðslu fyrir úrgangsvatn. Önnur leyfi vegna byggingar verksmiðjunnar höfðu áður verið veitt.

The Shetland Marine News greinir frá því að atkvæðagreiðsla í undirnefndinni hafi farið þannig að fjórir fulltrúar greiddu atkvæði með en tveir voru á móti. Blaðið segir að leyfið hafi verið veitt þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa í næsta nágrenni og þá hafi samtökin ,,Friends of the earth" og sveitastjórn í nágrenninu sent inn mótmæli.

Svo virðist sem að andstæðingar verksmiðjubyggingarinnar verði nú að setja traust sitt á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en þar er nú til skoðunar hvort það samræmist reglum sambandsins að veittur sé ríkisstyrkur vegna byggingarinnar.