Í kjölfar fimmta banaslyssins í Silfru á Þingvöllum frá árinu 2010, hefur umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, ákveðið að loka fyrir köfunarferðir á þennan vinsæla ferðamannastað þangað til á mánudag.

Í slysinu sem varð í gær, lést karlmaður á sjötugsaldri frá Bandaríkjunum, en aðeins er um mánuður síðan annar karlmaður á svipuðum aldri einnig frá Bandaríkjunum lést við svokallaðar snorklferðir í Silfru.

Frá því var greint í hádegisfréttum RÚV að ferðaþjónustufyrirtækjum sem fara með fólk í skipulagðar ferðir í Silfru hafi verið boðuð á fund með ráðherra í dag og stefnt sé að því að setja verklagsreglur, jafnvel fjöldatakmarkanir á ferðir þangað ofan í.

Tekjur ferðaþjónustuaðila af ferðum í Silfru voru í kringum milljarður á síðasta ári, eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá , en um 7 þúsund ferðamenn köfuðu þar meðan um 38 þúsund snorkluðu.