Íslendingar unnu í dag silfurverðlaun í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking.

Íslendingar kepptu til úrslita í morgun en töpuðu úrslitaleiknum fyrir Frökkum, 28:23.

Ísland komst einu marki yfir snemma í leiknum en Frakkar höfðu yfirhöndina mest allan leikinn.

Árangur íslenska liðsins er sá besti frá upphafi. Aðeins einu sinni hafa Íslendingar náði silfri á Ólympíuleikum en það var þegar Vilhjálmur Einarsson var silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.