Björgvin Páll Gústafsson, markvörður íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum, var hæstur á sveinsprófi í bakaraiðn á vordögum, en hann útskrifast síðar á árinu.

Má þakka árangur hans {ótrúlegum skipulags- og samskiptahæfileikum hans,” að sögn Jóa Fel., bakarameistara sem Björgvin Páll var í læri hjá.

Björgvin stóð sig jafnvel í bakaríinu og á Ólympíuleikunum, að því er fram kemur á heimasíðu Samtaka iðnaðarins, og segir Jói hann hafa verið einn af betri bakaranemum sem hann hafi haft á liðnum árum.

„Hans verður sárt saknað þegar hann fer í atvinnumennskuna í Þýskalandi“.

Jói eignar sér hlut í markmannstreyjunni

„Og hef ég séð þá marga í gegnum árin,“ er haft eftir Jóa. Skipulagshæfileikar hans skili honum miklum árangri á báðum sviðum.

Björgvin Páll og Jói hafa hins vegar gert með sér samning um að handboltinn gangi fyrir bakstrinum og kvaðst sá síðarnefndi af þeim sökum finnast hann „eiga hlut í markmannspeysunni.”