*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 19. maí 2017 15:15

Silfurrönd í Svörtuloftum

Forsvarsmenn atvinnulífsins, fjármálaráðherra og aðilar á fjármálamarkaði fagna vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans.

Snorri Páll Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tekur í svipaðan streng og þeir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sem eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um segja ákvörðunina tímabæra þó ekki sé hún nægileg.

Segir Almar að vaxtamunur við útlönd verði að minnka áfram. „Við fögnum því mjög að Seðlabankinn lækki vexti en við hefðum gjarnan viljað sjá 50 punkta lækkun í stað 25 punkta lækkunar,“ segir Almar.

„Háir vextir hafa í raun frekar ýtt undir einkaneyslu heldur en sparnað og hefur Seðlabankinn ekki gefið þeirri staðreynd nægilegt vægi. Vegna hraðrar styrkingar krónunnar höfum við verulegar áhyggjur af flótta fyrirtækja, að hluta eða að öllu leyti, úr landi. Vaxtamunur er mikilvægt tæki til að vinna gegn slíku. Það er dýrt fyrir samfélagið ef héðan hverfa tækifæri til að byggja upp útflutningsdrifinn iðnað sem byggir á þekkingu á okkar undirstöðuauðlindum og almennu íslensku hugviti og áræðni.“

Eins og Viðskiptablaðið hefur þegar sagt frá fagnaði Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra vaxtalækkuninni, þó hann sagði að hún hefði mátt vera ríflegri.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.