*

fimmtudagur, 29. júlí 2021
Fólk 2. mars 2013 20:55

Silja Hauksdóttir: Mikilvægt að setja egóið til hliðar

Silja Hauksdóttir var að ljúka tökum á Ástríði. Hún segir hið óvænta eitt það skemmtilegasta við leikstjórastarfið.

Lára Björg Björnsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Tökurnar gengu vonum framar. Þetta var hrikalega gaman og mikil keyrsla, mikið stuð og mikið hlegið. Tilfinningin að klára þetta var líka góð,“ segir Silja Hauksdóttir leikstjóri sem var að ljúka við að taka upp aðra seríu af sjónvarpsþáttunum Ástríði sem verða sýndir á Stöð 2 í haust.

Silja segir hugmyndina að Ástríði hafa komið frá Ilmi Kristjánsdóttur leikkonu og Sigurjóni Kjartanssyni leikara en Ilmur leikur aðalhlutverk í þáttunum. „Ástríður er sérstaklega skemmtilegt verkefni. Það var ótrúlega gaman að geta fengið að halda áfram með það, leikarar voru að byggja á grunni sem þeir þekktu, við vorum að prjóna við og breyta og bæta og halda áfram með eitthvað sem við þekktum vel.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.