Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sigraði í kosningu um vantraust á sig en 342 þingmenn studdu ríkisstjórnina. Þurfti Berlusconi 316 atkvæði í neðri deild ítalska þingsins. Fjöldi þingmanna miðju- og hægriflokka höfðu lýst því þeir væri hættir stuðningi við stjórn Berlusconi. Sami hópur tryggði Berlusconi sigur í atkvæðagreiðslunni. Forsprakki þessa þingmanna, Italo Bocchino, sagði að lokinni atkvæðagreiðslu að hann teldi að starfi sínu stjórnin myndi sitja út kjörtímabilið. Kosningar á Ítalíu verða næst árið 2013.