Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, óskar eftir traustsyfirlýsingu meðal þingmanna neðri deildar síðar í dag.  Berlusconi sagði þingheimi fyrr í dag að ef hann yrði ekki varinn vantrausti, myndi ítölsku efnahagslífi fatast flugið.  Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Ef Berlusconi fær ekki 316 atkvæði þarf hann að afhenda forseta Ítalíu stjórnarumboðið.  Þá getur forsetinn annað hvort reynt að mynda nýja stjórn, sem er talið ólíklegt að takist, eða boðað til kosninga.