Símafélagið og hugbúnaðarfyrirtækið Dohop hafa gengið frá samkomulagi um að Símafélagið veiti Dohop Internet- og símaþjónustu vegna starfssemi sinnar. Dohop hefur undanfarin 10 ár rekið íslenska ferðavefinn dohop.is fyrir flug, hótel og bílaleigur.

Símafélagið veitir m.a. fastlínusíma- og IP-símaþjónustu, auk þess að hýsa IP símakerfi, farsímaþjónustu og Internetsambönd fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

„Við erum afar ánægð að fá Dohop til okkar enda öflugt fyrirtæki sem starfar á alþjóðlegum markaði. Símafélagið leggur áherslu á að veita fyrirtækjum og starfsmönnum þess fjarskiptaþjónustu ásamt því að starfa á heildsölumarkaði fjarskiptageirans. Stefna félagsins er að veita áreiðanlega, örugga fjarskiptaþjónustu þar sem áhersla er lögð á tvöföldun fjarskiptakerfa á hagkvæmu verði,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins, í tilkynningu sem send var út í tengslum við samkomulagið.