Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag eftir að hafa sveiflast nokkuð fyrir ofan og neðan núllið.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0.9% en hafði fyrr um daginn hækkað um 2% en vísitalan hefur nú lækkað um 18% það sem af er þessu ári.

Það voru helst tæknifyrirtæki sem drógu markaði niður en afkomuviðvörun Sony Ericsson hafði þar nokkuð að segja að mati Reuters fréttastofunnar en félagið lækkaði um 7,8% í dag. Þá lækkaði Dow Jones European telecoms, sem mælir síma- og fjarskiptafyrirtæki í Evrópu um 3,3%. Finnska fyrirtækið Nokia lækkaði 5,9%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,07. Þá lækkaði AEX vísitalan í Amsterdam um 0,12% og DAX vísitalan í Frankfurt um 0,5%

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1,21% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 0,87%.