Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og voru það helst símafyrirtæki og hrávöruframleiðendur sem leiddu lækkanir dagsins að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Singapore Telecommunications tilkynnti í dag um mun minni hagnað en búist hafði verið við og svo virðist sem fjárfestar hafi í kjölfarið brugðist illa við öðrum símafyrirtækjum í Asíu að sögn Bloomberg. Þannig lækkkaði

Þá lækkaði SingTel, stærsta símafyrirtæki í Suðaustur Asíu um 3,1% og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í tvo mánuði. Þá lækkað i China Mobil í Kína um tæð 4% eftir að Citigroup bankinn spáði versnandi afkomu á þriðja ársfjórðungi.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 0,5% í dag og hefur lækkað það sem af er ári um 19%. Í Kína hélt CSI 300 vísitalan áfram að lækka og lækkaði í dag um 2,5%.

Auknar áhyggjur af verðbólgu eru að valda lækkun í Kína að sögn viðmælanda Bloomberg.

„Þrátt fyrir að það virðist vera að birta til á fjármálamörkuðum eru fjárfestar að hafa miklar áhyggjur af vaxandi verðbólgu sem muni leiða til frekar samdráttar. Nú þegar hægir á í Kína aukast þessar áhyggjur mjög,“ segir Nicole Sze hjá Bank Julius Baer í Singapúr.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan einnig um 1% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,3%.

Í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan hins vegar um 0,6%.