Símahlerunarmál breska dagblaðsins New of the World hefur kostað útgáfufyrirtækið New Corporation um 126 milljón pund, jafnvirði rúmra 24 milljarða króna. News Corporation er að stórum hluta í eigu ástralska fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch.

Murdoch
Murdoch
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Í breska dagblaðinu Telegraph kemur fram að langstærsti hluti fjárins skrifist á himinháann lögfræði- og ráðgjafakostað. Hann nemur nú 107 milljónum punda en það jafngildir 85% af heildarfjárhæðinni. Afganginn hefur News Corporation greitt þeim sem dagblaðið lét hlera síma hjá í bætur. Bæturnar hljóða nú upp á rúm níu milljón pund, 1,8 milljarða króna.

Telegraph hefur eftir stjórnendum News Corporation að kostnaðurinn vegna símhlerunarmálsins sé hærri en gert hafi verið ráð fyrir.

Útgáfu News of the World var hætt í fyrrasumar þegar símahlerunarmálið náði hámæli.