Í lok þessa árs munu símaklefar heyra sögunni til hér á landi en nú eru aðeins 14 slíkir klefar eftir á landinu. Það sama gildir um alla almenningssíma, hina svokölluðu tíkallasíma, en nú eru 39 slíkir símar staðsettir víða um land.

Þetta er haft eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, í umfjöllun í Fréttatímanum í dag. Til gamans má geta þess að árið 2004 rak Síminn alls 485 tíkallasíma u land allt en þeim hefur fækkað jafnt og þétt samhliða útbreiðslu GSM-síma. Gunnhildur Arna segir að dýrt sé að reka símaklefa, notkunin sé lítil og að þeir skili innan við 30 þúsund krónu í tekjur á ári.

Gylfi Már Jónsson, vörustjóri hjá Símanum, segir í samtali við Fréttatímann að símaklefarnir og tíkallasímarnir hafi gegnt ákveðnu hlutverki áður fyrr en það sé liðin tíð.