Símar Nicholas Sarkozys, fyrrverandi forseta Frakklands, hafa verið hleraðir undanfarið ár. Ástæðan er sú að grunur leikur a´að hann hafi þegið greiðslur í kosningasjóði sína frá Líbíu. Grunur lék á að greiðslurnar kæmu frá Muammar Gaddafi heitnum.

Franska blaðið Le Monde segir að símhlerarnir bendi til þess að Sarkozy hafi tekið þátt í spillingu í réttarkerfinu. Heimildir herma að spillingin felist meðal annars í að saksóknari hafi látið Sarkozy í té ýmsar trúnaðarupplýsingar. Lögmaður Sarkozys neitar ásökununum og segir að símhleranirnar hafi verið ólöglegar.

BBC greindi frá.