Bandarísk flugmálayfirvöld hafa varað farþega við því að kveikja á eða hlaða Samsung Galaxy Note 7 síma um borð í flugvélum í kjölfar þess að fyrirtækið innkallaði símana vegna sprengihættu.

Sprungu við eða í kjölfar hleðslu

Í síðustu viku hóf Samsung fyrirtækið að innkalla símana eftir að fréttir bárust af því að þeir hefðu sprungið á meðan eða eftir að þeir voru í hleðslu.

Áströlsku flugfélögin Quantas og Virgin Australia hafa einnig sagt viðskiptavinum sínum að nota ekki né hlaða símana á meðan á flugi stendur.

Kviknaði í rafhlöðum þeirra

Samsung hefur tilkynnt að þeir muni flýta flutningi nýrra síma sem eiga að koma í staðinn. Samsung hefur sagt að vandamál með rafhlöður símanna hafi valdið því að það kviknaði í þeim.

Síminn kom á markað í síðasta mánuði, og hafa um 2,5 milljón Note 7 símum verið dreift í heiminum. Samsung hefur lýst því yfir að þeir viðskiptavinir sem hefðu þegar keypt símana gætu skipt þeim út fyrir nýja, og að það tæki um tvær vikur að skipta þeim út.