*

föstudagur, 29. maí 2020
Fjölmiðlapistlar 22. júní 2019 10:02

Símarnir að sigra netið

Ekki þarf að orðlengja síauknar vinsældir snjallsíma, sem hafa gerbreytt lífi og samfélagi á ótal hátt.

Tölfræði fjölmiðla

Ekki þarf að orðlengja síauknar vinsældir snjallsíma, sem hafa gerbreytt lífi og samfélagi á ótal hátt. Snjallsímar hafa leyst ótal tæki af hólmi: leiðsögutæki, myndavélar o.s.frv.

Jafnvel þannig að æ færri hafa landlínu. En æ fleiri kjósa einnig að nota símann til þess að fara á netið þó að skjárinn sé smár, en sá munur er mjög afgerandi eftir aldri.

Að sumu leyti ræðir þar vafalaust um lífsstíl. Eins er á það að horfa að víða er nettenging um síma orðin hraðari og tryggari en um línu, ekki síst eftir því sem tengdum tækjum á heimilum fjölgar og þráðlausu netin sligast og trufla hver önnur.