Árið 2016 verður það síðasta sem símaskráin verður gefin út. Þetta kemur fram í tilkynningu Já hf.

Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listháskóla Íslands mun hanna forsíðuna fyrir þessa merku lokaútgáfu.

Í tilefni útgáfunnar mun Stefán Pálsson sagnfræðingur hlotið það verkefni að skrá sögu símaskránnar sem hefur komið út í heil 111 ár. Forsíða hennar hefur haft menningarlegt gildi og endurspeglað íslenskan tíðaranda að hverju sinni.

Fyrsta símaskráin var gefin út af Talsímafjelaginu árið 1905, en meðal stjórnarmanna fjelagsins voru Thor Jensen athafnamaður og Klemenz Jónsson landritari. Aukreitis sat þar Knud Zimsen, bæjarverkfræðingur og síðar borgarstjóri Reykjavíkur. Hin fyrsta útgáfa innihélt 165 símanúmer á 13 blaðsíðum