Síminn birtir í dag að nýju auglýsingu sem sýnir niðurstöður úr skoðanakönnun um sjónvarpsþjónustu, þar sem viðskiptavinir Símans og Vodafone voru spurðir: Hvort telur þú að Sjónvarp Símans eða Sjónvarp Vodafone standi almennt framar í sjónvarpsþjónustu.

Í könnuninni svöruðu 70,6% Síminn og 29,4% Vodafone. Í fyrri auglýsingu Símans var vísað til þess að 70% landsmanna velji Símann en réttara hefði verið að vísa til þess að um sé að ræða 70% aðspurðra í umræddri skoðanakönnun. Vodafone sendi Neytendastofu kvörtun í síðustu viku vegna auglýsinganna og sagði þær rangar og villandi.

„Um leið og við vonum að keppinautar okkar séu sáttari við þessa framsetningu þá vekjum við sérstaka athygli á því að 35% viðskiptavina keppinautarins telja að sjónvarp Símans standi framar en sjónvarp Vodafone,“ segir í tilkynningu frá Símanum.