*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 9. febrúar 2006 11:51

Síminn eignast 26,94% í Kögun

Ritstjórn

Síminn hefur eignast 26,94% hlut í Kögun. Af flöggunum í Kauphöll Íslands má ráða að hluturinn er keyptur af Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka og FL Group.

FL Group átti 18,8% í Kögun og selur það allt en Straumur-Burðarás minnkar stöðu sína í 14,89% en átti fyrir 21,88%.

Auk þess nemur eignarhlutur Iðu fjárfestingar ehf. í Kögun 13.183.745.- kr að nafnverði en Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki á 100% hlutafjár í Iðu.