Síminn hf., dótturfélag Skipta hf., hefur undirritað samkomulag við Seamobile Europe um að ágreiningsmál milli félaganna tveggja ljúki með því að Síminn greiði Seamobile Europe 4,5 milljónir evra, jafnvirði 750 milljóna króna. Er það umtalsvert lægri fjárhægð en niðurstaða gerðardóms Alþjóðaviðskiptarásins í París kvað á um. Í niðurstöðu gerðardómsins frá því í október 2010 bar Símanum að greiða um 7,7 milljónir evra. Krafa Seamobile Europe var gerð á grundvelli samnings sem Landsími Íslands hf. gerði við fyrirtækið Geolink á árinu 2003 um fjarskiptaþjónustu á alþjóðlegum hafsvæðum.

Síminn
Síminn
© BIG (VB MYND/BIG)

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í ársbyrjun aðfarahæfi gerðardómsins á Íslandi með áritun sinni.

Með samkomulaginu lýkur lagadeilum á milli Símans og Seamobile Europe sem ætla má að hefðu orðið langvinn og kostað umtalsverðar fjárhæðir.