*

mánudagur, 1. mars 2021
Innlent 28. nóvember 2020 15:03

Síminn hækkað um 44%

Gengi hlutabréfa Símans hafa hækkað mest allra félaga á þessu ári.

Ritstjórn
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa Símans hafa hækkað um 44% frá áramótum, mest allra félaga í íslensku kauphöllinni. Gengi bréfanna var það hæsta frá skráningu í vikunni þegar það stóð í 7,8 krónum á hlut. Við lok viðskipta í gær stóðu bréfin í 7,7 krónum á hlut.

Hagnaður Símans á þriðja ársfjórðungi jókst um 13% á milli ára og stefnir í að afkoman á þessu ári verði í efri mörk spábils stjórnenda Símans. Markaðsvirði félagsins er 66 milljarðar króna. 

Næst mest hafa bréf Sjóvá hækkað eða um 42% og þá TM um 37% og Oirgo um 36% frá áramótum. Raunar hafa bréf allra félaga í kauphöllinni hækkað á þessu ári ef frá eru talin bréf Icelandair, Iceland Seafood, sem og fasteignafélaganna Reita og Regins.

Stikkorð: Síminn