Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,56% í dag og endaði í 1,778 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 5,44% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Símans, eða um 3,23% í 658 milljóna króna viðskiptum, en verð á hvert bréf er þá 3,52 krónur. Gengi bréfa Icelandair hækkaði þá einnig, eða um 1,95% í 625 milljóna króna viðskiptum. Verð á hvert bréf nemur þá 33,95 krónum. Gengi bréfa Eimskips hækkaði um 1,10% í 492 milljóna króna viðskiptum, en verð á hvert bréf nemur 229 krónum.

Ekki varð nein lækkun á gengi hlutabréfa í dag. Gengi bréfa HB Granda stóðu í stað í aðeins 1,7 milljónar króna viðskiptum. Verð á hvert bréf er þá 38,95 krónur.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var tæpir 2,7 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 6,1 milljarðar króna.