Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,51% í tæplega 4 milljarða króna viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan stendur núna í 1.718 stigum og hefur þar með lækkað um 8,58% á árinu.

Fjarskiptafyrirtækin tvö hækkuðu mest í dag. Síminn hækkaði um 2,59% í 971 milljón króna veltu. Fjarskipti hækkaði um 1,55% í 138 milljón króna veltu. Hagar hækkuðu þá um 1,14% í 463 milljón króna veltu.

HB Grandi lækkaði um 0,7% í 13,9 milljón króna veltu hluturinn fer nú á 27,7 krónur. Sjóvá lækkaði þá um 0,33% og stendur hluturinn núna í 14,9 krónum.